Veikindi og slys

Verði útsendur starfsmaður óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss, getur hann átt rétt á launum frá vinnuveitanda sínum í ákveðinn tíma.

Réttur útsendra starfsmanna til launa frá vinnuveitanda í veikinda- og slysatilvikum byggist á starfstíma hjá hlutaðeigandi vinnuveitanda. Fyrstu tólf mánuði í starfi ávinnur starfsmaður sér rétt til launa í tvo daga fyrir hvern unninn mánuð í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi.

Starfi erlendur starfsmaður hér á landi í meira en eitt ár, er réttur hans til launa í veikindum í samræmi við 5. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Virða skal rétt starfsmanna til uppsagnafrests og launa ef veikindi eða slys bera að höndum.

Ef samið er um að íslenskur kjarasamningur skuli gilda um réttindi og skyldur útsends starfsmanns þann tíma sem hann starfar hér á landi, þá kann að vera að kjarasamningur veiti aukin rétt til launa í veikindum. Lengd veikindaréttar er mismunandi eftir kjarasamningum og þarf því að skoða viðeigandi kjarasamning til að finna upplýsingar um veikindarétt starfsmanns. Stéttarfélögin veita frekari upplýsingar um ákvæði kjarasamninga.

Ertu með spurningar? Hafðu þá samband við:

Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Sími: 535 5600
www.asi.is
asi@asi.is

Samtök atvinnulífsins (SA)
Sími: 591 0000
www.sa.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu