Fyrir fyrirtæki

Meginreglan er sú að tekjur erlendra þjónustufyrirtækja vegna þjónustu sem veitt er hér á landi er skattskyld. Í ákveðnum tilvikum er hægt að sækja um undanþágu frá greiðslu skatta á grundvelli tvísköttunarsamninga.

Skattskylda erlendra þjónustufyrirtækja

Erlend þjónustufyrirtæki sem veita þjónustu hérlendis eru skattskyld á Íslandi, en geta sótt um undanþágu á grundvelli tvísköttunarsamnings. Þó er ekki hægt að sækja um undanþágu hafi fyrirtækið fasta starfsstöð hér á landi. Undanþágan nær ekki til virðisaukaskatts.

Sé erlent þjónustufyrirtæki undanþegið skattskyldu á Íslandi, skv. framansögðu, eru þeir starfsmenn sem starfa hérlendis á þeirra vegum einnig undanþegnir. Undanþágan nær þó ekki til þeirra starfsmanna sem dvelja hérlendis lengur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar. Starfsmenn sem dvelja lengur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili bera ótakmarkaða skattskyldu hérlendis frá fyrsta degi og ber að greiða tekjuskatt af heildartekjum frá komu til landsins.

Ef erlent þjónustufyrirtæki, sem hefur verið undanþegið greiðslu skatta á grundvelli tvísköttunarsamninga, telst reka fasta starfsstöð hérlendis skal það greiða tekjuskatt af ágóða slíkrar starfsstöðvar.

Starfsmenn erlendra þjónustufyrirtækja sem reka hér á landi fasta starfsstöð eru skattskyldir á Íslandi óháð dvalartíma. Almennar reglur gilda.

Hér er hægt að lesa nánar um virðisaukaskatt á heimasíðu Skattsins.

Skattskylda starfsmannaleigna

Erlendar starfsmannaleigur er fá greiðslu vegna þjónustu sem þær veita hér á landi eru skattskyldar af þeim tekjum. Unnt er að sækja um undanþágu frá greiðslu skatta af þóknana hluta greiðslunnar á grundvelli tvísköttunarsamninga.

Virðisaukaskattur (VSK)

Meginreglan er sú að innlend sem erlend fyrirtæki og einstaklingar í sjálfstæðum atvinnurekstri sem selja skattskylda vöru eða þjónustu ber skylda til að skrá sig á VSK-skrá.

Hér er hægt að lesa nánar um virðisaukaskatt á heimasíðu Skattsins.

   

Ertu með frekari spurningar?
Hafðu þá samband við Skatturinn:

S. 442-1000
www.skatturin.is
skatturin@skatturin.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu