Stéttarfélög og launatöflur

Til að finna gildandi kjarasamning og launataxta þarf að taka mið af viðkomandi starfsgrein.  Á vef Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Félags vélstjóra vélstjóra og málmtæknimanna má finna upplýsingar um kjarasamninga og launataxta. 

Starfsgreinasamband Íslands 

SGS er samband stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og nær einnig til hluta opinbera geirans. SGS er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og samanstendur af 19 stéttarfélögum almennra verkamanna og sérhæfðra starfsmanna, með í kringum 53.000 félagsmenn. Fimm helstu atvinnugreinar innan SGS eru matvælaiðnaður og landbúnaður, byggingariðnaður, þjónusta og ferðamannaiðnaður og opinber þjónusta. SGS er aðili að ASÍ, Alþýðusambandi Íslands.

Launataxtar: öll stéttarfélög innan SGS eru með sömu launataxta, sem finna má hér: https://www.sgs.is/kjaramal/kauptaxtar-og-reiknivel/kauptaxtar-sgs/

Samiðn- samband iðnfélaga

Samiðn - samband iðnfélaga, er landssamband stéttarfélaga iðnaðarmanna. Aðild að sambandinu eiga starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, tækniteiknun, byggingagreinum, garðyrkju og skipasmíðum. Samiðn er aðili að ASÍ.

Launataxtar: öll stéttarfélög innan Samiðnar eru með sömu launataxta, sem finna má hér: https://samidn.is/2012/08/31/launataxtar-samtoek-atvinnulifsins/

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

VM  nær til vélstjóra, iðnaðarmenn í málm- og véltæknigreinum, bílgreinum, veiðafæragerð, báta- og skipasmíði svo og námsmönnum og  öðrum þeim sem starfa í greinunum. Félagssvæði þess er allt landið. VM er aðili að ASÍ

Launataxtihttp://vm.is/kaup-og-kjor/launatoflur

 

Ertu með spurningar? Hafðu þá samband við:

Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Sími: 535 5600
www.asi.is
asi@asi.is

Samtök atvinnulífsins (SA)
Sími: 591 0000
www.sa.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu