Skráning til Þjóðskrá

Almenna reglan er sú að útsendum starfsmönnum sem dveljast á Íslandi umfram 6 mánuði ber lögum samkvæmt að upplýsa um dvöl sína og skrá lögheimili sitt á Íslandi. Vinnuveitandi getur ekki sótt um slíka skráningu fyrir hönd starfsmannsins. Það er Þjóðskrá Íslands sem heldur utan um lögheimilisskráningu á Íslandi. Athugið að aðrar reglur gilda um ríkisborgara utan EES þar sem þeir þurfa að afla sér sérstaks dvalarleyfis til þess að öðlast rétt til að dveljast hér á landi.

Reglur um tilkynningu dvalar og skráningu lögheimilis stýrast af því hve lengi starfsmaðurinn dvelst hér á landi og hverrar þjóðar hann er. Smelltu á viðeigandi hlekk til þess að lesa nánar um málið á vefsíðu Þjóðskrár:

Athugið sérstaklega að ríkisborgarar utan EES þurfa að afla sér sérstaks dvalarleyfis til þess að öðlast rétt til að dveljast hér á á landi. Ef Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfi þá tilkynnir hún um það til Þjóðskrár Íslands og í framhaldi af því er viðkomandi skráður til lögheimilis á Íslandi í Þjóðskrá. Nánar er um þetta fjallað í kaflanum um dvalar- og atvinnuleyfi.

Nánari upplýsingar um skráningu hér á landi hjá Þjóðskrá Íslands. 


Ertu með spurningar? Hafðu þá samband við:

Þjóðskrá Íslands
Sími: 515 5300
www.skra.is
skra@skra.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu