Réttindi útsendra starfsmanna

Útsendum starfsönnum á Íslandi eru tryggð ákveðin réttindi.

Ef þú ert útsendur starfsmaður á Íslandi þá eru þér tryggð ákveðin réttindi samkvæmt lögum nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Lögunum er ætlað að tryggja að útlendingar sem hingað koma tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja starfi hér á landi með löglegum hætti og njóti þeirra réttinda sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum og reglum.

Ert þú útsendur starfsmaður?

  1. Starfar þú að jafnaði í öðru landi en Íslandi fyrir vinnuveitenda þinn?
  2. Ertu tímabundið sendur hingað til lands af vinnuveitenda þínum til að veita tiltekna þjónustu fyrir hann?
  3. Ertu tímabundið sendur hingað til lands af vinnuveitenda þínum til að vinna á starfstöð fyrirtækisins hér á landi eða hjá fyrirtæki í eigu sömu fyrirtækjasamsteypunnar?
  4. Greiðir fyrirtæki á Íslandi vinnuveitenda þínum fyrir að þú starfir hjá sér, þ.e. er vinnuveitandi þinn starfsmannaleiga?

Ef þú svarar spurningu eitt og einni af spurningum 2-4 játandi ertu líklegast útsendur starfsmaður á Íslandi.

Hin lagalega skilgreining á útsendum starfsmanni

  1. Með útsendum starfsmanni er átt við starfsmann sem að jafnaði starfar í öðru landi og er sendur tímabundið til Íslands til að vinna á vegum erlends þjónustufyrirtækis í eftirtöldum tilvikum:
  2. Starfsmaður/menn eru sendir hingað til lands á vegum fyrirtækis og starfar hann undir verkstjórn þess í tengslum við samning við notendafyrirtæki um veitingu þjónustu hér á landi;
  3. Starfsmaður/menn eru sendir hingað til lands á vegum fyrirtækisins til starfsstöðvar eða fyrirtækis í eigu sömu fyrirtækjasamstæðu hér á landi;
  4. Starfsmaður/menn eru sendir hingað til lands á vegum fyrirtækis og eru leigðir gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess. Hér er átt við um starfsmannaleigu.

    Svo að um útsenda starfsmenn geti verið að ræða þá er það skilyrði að það sé ráðningarsamband á milli erlenda fyrirtækisins og starfsmannsins þann tíma sem hann starfar hér á landi.

Réttindi útsendra starfsmanna

Sem útsendur starfsmaður þá átt þú rétt á að starfa á öruggum vinnustað, líkt og aðrir sem vinna á íslenskum vinnumarkaði. Þér eru tryggð ákveðin réttindi hvað varðar lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur, orlof, hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma meðan þú starfar hér á landi. Lestu meira um það hér. [1]

Samkvæmt lögum nr. 45/2007 þá gildir meðal annars eftirfarandi löggjöf um starfskjör útsendra starfsmanna um ráðningarsamband hans og hins erlenda fyrirtækis:

Keðjuábyrgð

Innlend fyrirtæki sem nýta þjónustu erlendra þjónustufyrirtækja í byggingastarfsemi eða mannvirkjagerð kunna að bera ábyrgð á vangoldnum launum og öðrum launaþáttum starfsmanna erlendra þjónustufyrirtækja. Innlend fyrirtæki sem nýta þjónustu starfsmannaleigna geta einnig borið sambærilega ábyrgð á vangoldnum launum og öðrum launaþáttum starfsmanna sem leigðir eru af starfsmannaleigu, óháð atvinnugrein

   

Ertu með spurningar? Hafðu þá samband við:

Vinnumálastofnun

Sími: 515-4800

www.vmst.is

posting@vmst.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu