Fyrir starfsmenn

Ólíkar reglur gilda um skattlagningu útsendra starfsmanna eftir því hvort þeir séu starfsmenn erlends þjónustufyrirtækis eða starfsmannaleigu.

Útsendir starfsmenn þjónustufyrirtækja

Útsendir starfsmenn erlendra þjónustufyrirtækja eru skattskyldir á Íslandi vegna þeirra tekna sem þeir afla í vinnu hér á landi. Ef erlenda þjónustufyrirtækið er undanþegið frá greiðslu skatta á grundvelli tvísköttunarsamnings eru starfsmenn fyrirtækisins með sama hætti undanþegnir ef dvöl þeirra hérlendis er ekki lengri en 183 dagar á hverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar. Ef dvöl starfsmanns er umfram framangreind tímamörk ber hann ótakmarkaða skattskyldu frá fyrsta degi. Ef erlent þjónustufyrirtæki rekur fasta starfsstöð hér á landi, eru starfsmenn fyrirtækisins skattskyldir óháð dvalartíma. Skattskylda getur verið takmörkuð eða ótakmörkum eftir aðstæðum. Persónuafsláttur kemur til lækkunar opinberra gjalda manna. Þeir sem starfa tímabundið á Íslandi vegna vinnu eiga rétt á persónuafslætti í samræmi við dvalartíma.

Hér er hægt að lesa nánar um skattlagningu á heimasíðu Skattsins.

Starfsmenn starfsmannaleigna

Starfsmenn starfsmannaleiga eru skattskyldir samkvæmt almennum skattareglum. Allir sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín hér skulu greiða tekjuskatt af þeim launum. 

Hér er hægt að lesa nánar um skattlagningu á heimasíðu Skattsins.

   

Ertu með frekari spurningar?
Hafðu þá samband við Skatturinn:

S. 442-1000
www.skatturinn.is
skatturinn@skatturin.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu